Saturday, December 16, 2006

Triple trouble birthday-party party party day

Eftir að hafa hitt Lucie og vinkonu hennar á hip hop klúbbnum á afmæliskvöldið sitt, og skipst á nokkrum orðum við hana....
Jónsi: It´s my birthday today.
Lucie: Really? How old are you?
Jónsi: Twenty-five.
Lucie: Oh, so young.
Jónsi: You mean; so old. You´re younger than me.
Lucie: No.
Jónsi: Well, you look younger than me so I´m going to belive that until you show me some evidence otherwise.
Lucie: I´m not going to do that.
....fór Jónsi heim og lagði sig í nokkra tíma áður en hann fór að fylgjast með þegar þriðja verkefnið hans var flutt af filmu yfir á stafrænt form. Í stúdíóinu hitti hann Tomas(skólastjórann) sem sagði honum að Alex(kvikmyndatöku(cinematography)kennarinn) hefði sagt upp og stungið af til Kanada, frá táningskærustu sinni, sem er yngri en næst-elsti sonur hans, með tvær HDV(high definition video) myndavélar frá skólanum í farteskinu. Eftir þessar fréttir, og ekki ennþá orðinn þunnur ákvað Jónsi að fara heim og leggja sig. Þegar hann vaknaði kom Asger(danskur strákur í skólanum) til hans, til að undirbúa triple trouble birthday party party partýið. Hann hafði fengið ljóskastara lánaða hjá skólanum, sem Jónsi þurfti svo að skila daginn eftir, og fór að vesenast við að koma þeim upp. Astha, önnur indverska stelpan og þriðja afmælisbarnið(triple trouble), var veik eftir fimmtudagskvöldið og tilkynnti að hún yrði sein. Sturtu seinna fylltist íbúðin af fólki, þar á meðal slóvenskum stelpum sem Asger hafði boðið. Eftir að hafa áttað sig á því að Asger væri ekki svalur gæi, heldur sjálfumglaður og óhjákvæmilega móðgandi, og vitlaus, vitleysingur, ákvað Óli að reyna við slóvensku stelpuna sem Asger var að kyssa.
Óli: What are you doing with this guy?
Stelpa: I know.
En Asger hélt áfram að kyssa hana, og svo fóru allir í bæinn. Óli gisti hjá vinkonu(?) Jónsa, og Jónsi kom heim klukkan 9:30, búinn að dansa fyrir vikuna, og fór að sofa.
Í næsta bloggi:


Jónsi og Óli snúa heim til Íslands, og fara að sofa.

Wednesday, December 13, 2006

Happy birthday!

Eftir að hafa verið dreginn út í nokkra bjóra á miðvikudagskvöldið, til að halda upp á það að hann ætti afmæli daginn eftir, ætlaði Jónsi að taka því rólega á afmælisdaginn. Eftir fyrsta tímann keypti hann sér morgunmat á kaffihúsinu í skólanum, en Julija, sem rekur kaffihúsið, neitaði að leyfa honum að borga. Í hádeginu fór hann með Ross að fá sér að borða. Þegar Ross frétti að þetta væri afmælisdagurinn hans neitaði hann að leyfa Jónsa að borga fyrir matinn sinn. Eftir skólann slóst svo stór hópur í för með honum að fá sér kvöldmat, og aftur vildi enginn leyfa Jónsa að borga. Hópurinn sannfærði hann svo um að koma með þeim á hip-hop klúbb sem er nálægt íbúðinni hans. Jónsi ætlaði ekki að vera lengi, til að vera ferskur í afmælispartýinu sínu kvöldið eftir, en þegar hann kom heim, um fjögurleitið, beið hans gjöf frá Óla á skrifborðinu hans. Jónsi kíkti á Óla.
Jónsi: Takk fyrir gjöfina.
Óli: Ertu búinn að sjá þær?
Jónsi: Sjá hvað?
Óli: Myndirnar.
Jónsi: Hvaða myndir?
Óli: Myndirnar í pakkanum.
Jónsi: Eru myndir í pakkanum? Er þetta pakki? Ég hélt að þetta væri bara ,,Gleðilegt ammæli” skilti.
Jónsi fór svo og opnaði skiltið og sá að Óli hafði gefið honum tvær klassa DVD myndir í afmælisgjöf; Dirty dozen, og Ace Ventura: Pet detective. Jónsi sagði svo Óla frá góðum deginum, mamma hans hafði hringt, afmæliskveðjum hafði rignt yfir hann, enginn vildi leyfa honum að borga fyrir neitt, og svo beið hans pakki þegar hann kom heim.
Óli: Þetta var þokkalega góður dagur hjá þér.
Sáttir með daginn ákváðu strákarnir að fara að sofa.
Í næsta bloggi:


Óli opnar myndirnar. Óli: Ég hefði kannski átt að gefa honum myndir sem ég hef ekki séð.

Tuesday, December 12, 2006

Út að borða

Eftir að hafa chillað í íbúðinni þeirra í tvo daga ákvað mamma Óla að bjóða Jónsa og Óla út að borða. Þar sem strákarnir voru mjög hrifnir af kínverskum mat ákvað hún að fara með þá á ,,tékkneskan” veitingastað. Strákarnir höfðu hvor um sig haft slæma reynslu af svokölluðum ,,tékkneskum” veitingastöðum, svo þeir ákváðu að slá til. Hún fór með þá á stað sem var í kjallaranum á litlu hóteli nálægt ánni. Þeim fannst staðurinn einkar kósý, og þjónustan góð. Eftir afar áhugaverðar samræður um 11. september, sem byrjuðu eftir miskilning hjá Óla eftir að Jónsi hafði, af einhverri ástæðu, sagt þeim kennitöluna sína(091181), og Óli haldið að Jónsi hefði átt einn dramatískan afmælisdag, sagði Óli;
Óli: (til Jónsa)Ef svo ólíklega vildi til að þú eignaðist kærustu, þá kemurðu með hana hingað.
Jónsi leit í kringum sig og kinkaði kolli.
Jónsi: Ég kem aldrei hingað aftur.
Þríeykið kláraði svo gómsætan matinn, sem þau skoluðu niður með einkar bragðgóðu rauðvíni frá Moravia dalnum, og fóru svo heim, að sofa.
Í næsta bloggi:


Jónsi eignast kærustu. Jónsi: Hvað get ég sagt? Ég fíla þær massaðar.

Monday, December 11, 2006

Einn, tveir og nudda

Eftir að hafa komist að því að nudd væri slangur yfir að láta nudda á sér sprellann með innanverðum leggöngum skildu Jónsi og Óli af hverju það var alltaf svona mikið að gera um helgar á nuddstofunni á horninu hjá þeim, og af hverju nálægasti hraðbankinn væri við hliðina á nuddstofunni. Svekktir yfir þessu, þar sem þeir voru báðir með létta vöðvabólgu, ákváðu strákarnir að slaka á yfir nokkrum bjórum, í staðinn fyrir nudd. Þeir röltu niður í bæ þar sem svartur maður kallaði þá vini sína og lofaði þeim 5 fríum bjórum fyrir að fara inn á klúbb sem hann var að auglýsa, og rétti þeim stimpilkort fyrir bjórana. Þeir ákváðu að athuga málið. Í dyrunum þurftu þeir að borga til að komast inn, en það var ekki há upphæð fyrir 5 bjóra, svo þeir borguðu og fóru inn. Þegar þeir komu inn sáu þeir hins vegar að þetta var strippstaður. Búnir að borga inn ákváðu þeir að setjast við barinn, drekka fríu bjórana og líta ekki á dansarana, til að vera ekki að laða þær til sín. Þeir voru hins vegar ekki búnir með fyrsta bjórinn áður en hver nektardansmærin á fætur annari gerði atlögu að þeim.
Nektardansmær: Hey, guys. Want to buy me a drink?
Óli: Yes. Have a beer.
Þær voru ekki hrifnar af þessum brandara. Þegar svo tvær mjög huggulegar dömur gerðu sitt besta til að fá þá með sér í lesbíu-show, sáu strákarnir að þeir voru ekki nógu fullir til að eyða vikulimitinu í svona vitleysu..
Jónsi: Ég er ekki nógu fullur til að eyða vikulimitinu í svona vitleysu.
Óli: Fáðu þér meiri bjór.
..svo þeir ákváðu að fara heim. Þegar heim var komið, undrandi yfir því hvað allir staðir þennan daginn virtust vera kynlífstengdir, ákváðu strákarnir, ennþá með vöðvabólgu, að nudda sig sjálfir, og fara að sofa.
Í næsta bloggi:




Jónsi og Óli útúrnuddaðir.

Saturday, December 9, 2006

Að þrífa

Eftir að hafa búið í ,,nýju” íbúðinni í rúma tvo mánuði ákvaðu Jónsi og Óli að reyna að þrífa hana aðeins. Eftir að hafa farið eins og stormsveipir um íbúðina og þrifið hitt og þetta, hittust strákarnir í eldhúsinu.
Jónsi: Ah. Það er óvenju hreint núna. Ekkert drasl á stofu borðinu, eldhúsið hreint og engin glös föst við borðin, klósettið ilmar af klór, og vínskápurinn hreinn. Það eina sem er eftir er að þrífa þetta. Þá erum við orðnir helvíti góðir.
Jónsi benti, með fætinum, á skítugt gólfið.
Óli: Þetta gólf er svo skítugt að það myndi skána við að skyrpa á það.
Svo þeir ákváðu að bíða með að skúra gólfið. Sáttir með dagsverkið ákváðu strákarnir, ilmandi af hreinsiefnum, að fara að sofa.
Í næsta bloggi:


Jónsi og Óli skipta um ljósaperu. Jónsi: Það væri auðveldara að komast upp á stólinn ef gólfið væri ekki svona helvíti klístrað.

Thursday, December 7, 2006

Dirty weekend

Eftir að hafa orðið veikir, og hangið lítið sem ekkert saman, nema til að hósta í félagsskap hvors annars, ákváðu Jónsi og Óli að skipta liði. Óli ákvað að fara í helgarferð til Íslands til að tefla á skákmóti undir merkjum skákfélags Reykjanesbæjar, og Jónsi ákvað að fara á fyllerí. Jónsi datt í mat til Þóru á föstudagskvöldið, og fór svo á klúbbinn Face to face, þar sem unglingskrakkar dansa við dynjandi hip hop músík á fyrstu hæðinni, og foreldrarnir eru í kjallaranum að dansa við 80´s og 90´s músík. Ætla mætti að fólkið á Jónsa aldri væri svo í stiganum. Það var ekki þar, en engu að síður skemmti hann sér stórvel og kom seint heim. Á meðan tefldi Óli tvær skákir heima á Íslandi, og fór svo huldu höfði á Sólon um kvöldið, þar sem hann vildi ekki eyða kvöldinu í að útskýra af hverju hann væri ekki í Prag og ennþá síður hvað hann væri að gera á Íslandi. Hann þurfti ekki að útskýra það fyrir neinum þetta kvöld. Laugardagskvöldið var svo tekið af enn meiri krafti, og komu Jónsi og Óli sigurreifir út úr helginni, Jónsi með 169 myndir sem hann tók á myndavél vinkonu sinnar á laugardagskvöldið, og Óli með tvo vinninga og tvö jafntefli úr fjórum skákum, og svo vitnað sé í ritstjóra Skák.is;
Ritstjóri:,,Í spá fyrir keppni vanmat ég algjörlega Reyknesinga.... auk þess kom Ólafur Ísberg Hannesson alla leiðina frá Prag til að styrkja sveitina.
Þegar strákarnir hittust svo aftur voru þeir spenntir að heyra hvað hafði drifið á daga hvors annars um helgina.
Jónsi: Blessaður. Hvernig var helgin?
Óli: Bara ágæt. En hjá þér?
Jónsi: Svona.......bara.
Sáttir með svörin ákváðu þeir að fara að sofa.
Í næsta bloggi:



Jónsi lærir að tefla, Óli lærir að taka myndir.

Wednesday, December 6, 2006

Sick like a dog

Eftir að hafa fengið gott veður síðan þeir komu til Prag, fannst Jónsa og Óla farið að kólna ansi mikið. Þar sem þeir kunnu ekki að setja hitann á í íbúðinni eydu þeir allnokkrum mínútum á hverjum, sinn í hvoru úminu, í að koma sér fram úr, í bókstaflegri merkingu, því gólfið var ískalt. Vatnið í sturtunni var ennþá heitt þegar það lenti á höfðinu á þeim, en þegar það var komið niður á fæturna var það orðið kalt, og einhvern veginn fannst þeim alltaf hlýrra þegar þeir voru komnir út á götu. Að verða veikir, en í afneitun, ákváðu Jónsi og Óli báðir að fara í skólann. Í handritatíma skildi Jónsi ekki af hverju allir aðrir voru bara á peysunni þegar hann var í úlpu, að drepast úr kulda, og á sama tíma var Óli byrjaður að sjúga upp í nefið í tíma. Hann sá að ein stelpan í bekknum var að horfa á hann svo hann ákvað að breiða yfir það að hann væri að verða veikur.
Óli: Hey, I´m having a party next weekend, and I was wondering if you could be my party planner?
Stelpa: Me?
Óli: Yeah, to help with the music maybe, because if I´m in charge of the music the only thing you are going to hear is Guns ´n´ roses, and Metallica.
Stelpa: Hehe. Ok, I´ll bring some music.
Óli: And as the party planner you also have to come early...
Stelpa: Ok.
Óli: .....and clean the apartment.
Stelpa: What?
Óli: That´s what a party planner does.
Stelpan hló að þessum brandara, en Óli, sem hafði verið í íbúðinni, var eiginlega ekkert að grínast. Þegar Jónsi og Óli hittust svo í íbúðinni um kvöldið, byrjaðir að sætta sig við að þeir væru að verða veikir, litu þeir á hvorn annan, reyndu ekki einu sinni að segja eitthvað fyndið, og ákváðu bara að fara að sofa.
Í næsta bloggi:


Jónsi og Óli halda að þeim sé batnað.

Tuesday, December 5, 2006

Óli on his own.

Eftir að hafa kynnst fólkinu í bekknum sínum ágætlega ákvað Óli að kíkja með þeim út á lífið. Hann fór með þeim á stað þar sem fleira fólk úr háskólanum hittist. Þegar Óli var að tala um Guns 'n' roses við gæja sem hann hitti við barinn, sagði gæinn;
Gæi: I met Axl Rose once in Atlanta.
Óli: Really!?!
Gæi: I was buying a ticket to this soccer match from a black market dealer, when the world cup was in the states, and when it was my turn there was only one ticket left. This pretty girl comes along and wants to buy the ticket, but I had more money than she did, but she was really pretty, so we started arguing. Then Axl Rose, who was walking by and heard our argument, comes up to us, buys the ticket and gives it to the girl. I was so furious that I wanted to punch him in the face.
Óli: Why didn´t you? Then he would have hit you and you could have sued him for millions.
Gæi: I thought about it but he had these two huge black bodyguards that would probably have fucked me up.
Óli: Wow. This is amazing.
Óli sneri sér að öðrum gæja sem stóð fyrir aftan hann.
Óli: Did you hear this?
Gæi 2: Hear what?
Óli þuldi alla söguna af miklum áhuga og seinni gæinn leit á hann og sagði;.
Gæi 2: That´s bullshit.
Óli: What do you mean?
Gæi 2: This is just bullshit.
Óli: Why would he lie about this?
Gæi: I guess I was bored.
Óli sneri sér við og áttaði sig á því að gæinn hafði verið að rugla í honum, svo hann ákvað, eftir að double-tékka hvort þetta væri lygi, að hætta að drekka, og fara heim að sofa.
Í næsta bloggi:


Axl Rose á Íslandi, Óli í Prag.
Axl Rose: It´s kind of cold here!!!

Monday, December 4, 2006

Photo-fokk vol.2

Eftir að hafa byrjað að blogga þurftu Jónsi og Óli að fara að taka myndir til að setja í bloggið. Eftir að hafa ákveðið að taka myndir af jólaskrauti fyrir Jó to the li bloggið, fór Jónsi í Tesco til að taka myndir. Um leið og hann dró upp myndavélina fékk hann ill augnaráð frá öðrum viðskiptavinum, og eftir að hafa tekið 3 myndir heyrði hann karlmannsrödd fyrir aftan sig sem talaði tékknesku. Jónsi leit við og sá að jakkafata-klæddur öryggisvörður var að reyna að tala við hann.
Öryggisvörður: Dobrí dúbrí búbrí.
Jónsi: Hmm?
Öryggisvörður: Cesky?(Ertu tékkneskur(ertu hálfviti))?
Jónsi: No.(Kannski).
Öryggsvörður: No camera.(Er þetta kannski myndavél)?
Þar sem öryggisvörðurinn virtist vera allt annað en í stuði ákvað Jónsi að reyna að slá á létta strengi.
Jónsi: I´m sorry, I didn´t know. It´s for my girlfriend, we´re trying to choose which colour we want. I like the blue ones but....
Öryggisvörður: No camera!!
Jónsi sá að öryggisvörðurinn hafði engan húmor fyrir þessu, fyrir utan að skilja líklega ekki ensku, svo hann ákvað, ánægður með myndirnar sem hafði þegar náð, að setja myndavélina ofaní tösku(undir vökulum augum öryggisvarðarins), kíkja upp í skóla, pósta blogg, og fara svo heim að sofa.
Í næsta bloggi:

Jónsi fær æði fyrir extreme-photography.




Friday, December 1, 2006

Sexy back

Eftir að hafa leitt skólafélaga sína í sannleikann um kynferðislegt aðdráttarafl sitt með frösum eins og;
Jónsi: What can I say? It´s sexy.(en ekki eins og Dóri sagði það alltaf, heldur í bókstaflegri merkingu.)
...og;
Jónsi: You can´t argue with this kind of sexieness.
...ákvað Jónsi að skella sér í afmæli til Silverio. Í partýinu sagði hann fólki að það væri venja á Íslandi að gefa fólki sem maður mætti úti á götu high five og segja; Iceland rules! Og svo kenndi hann þeim, með aðstoð Þóru, Go Iceland, go Iceland, go – lagið, sem þau töldu fólki trú um að nemendum í öllum skólum á Íslandi væri kennt að syngja í frímínútum, og að fólk yrði tryllt þegar það syngi þetta lag og tæki jafnvel heljarstökk. Eftir kennsluna kom stelpa upp að Jónsa og sagði;
Stelpa: Jónsi, you look so serious in this jacket.
Jónsi: Serious? Don´t you mean; seriously sexy?
Að því loknu sneri hann sér að huggulegri portúgalskri stelpu, sem leigir með Silverio, fékk númerið hjá henni, (en hringdi svo aldrei í hana,) fór svo með fólkinu á klúbb sem spilaði slappa músík, og rölti svo heim, sæmilega sexy, og fór að sofa.
Í næsta bloggi:



Jónsi heyrir Justin Timberlake syngja; I´m bringing sexy back... Jónsi hugsar;
Jónsi: Back? I went back in time and invented it for myself to go back to the present and not make it known to the people only to then take it again into the future to at last, bring it back.

Sunday, November 26, 2006

Að sofa

Eftir að hafa haft mikið að gera kunnu Jónsi og Óli betur að meta að geta sofið. Þeir mundu lítið hvað þá dreymdi á næturnar en á daginn dreymdi þá um að sofa. Eitt kvöldið, eftir langan dag, hittust strákarnir á ganginum heima hjá sér, mjög þreyttir.
Óli: Ég ætla að fara að sofa.
Jónsi: Í kofa?
Óli: Ha?
Jónsi: Hverju varstu að lofa?
Óli: Heyrðu, nú ertu bara að rugla.
Jónsi: Ugla?
Svona hélt þetta samtal áfram í nokkrar mínútur áður en Óli nennti ekki lengur að reyna að skilja Jónsa, og Jónsi nennti ekki að standa einn frammi á gangi, þannig að þeir fóru báðir að sofa.
Í næsta bloggi:


Jónsi og óli ákveða að vaka.

Friday, November 24, 2006

White Russian

Eftir að hafa átt þátt í því að önnur indverskastelpan í skólanum hjá honum væri orðin alkahólisti(hún fær sér mjólkurglas á hverjum degi sem Jónsi er sannfærður um að sé blandað með vodka) mætti Jónsi hress og glaður í skólann, á meðan Óli lagði sig. Þar tók á móti honum rússneskur Ísraeli af Armenskum ættum, að nafni Kobi. Kobi er hress gæi, örlítið hærri en Jónsi, með stórar hendur og stóra fætur, sem enginn virðist vita nákvæmlega hvað er gamall. Hann vildi endilega deila hugrenningum sínum um daginn og veginn með Jónsa.
Kobi: If you go to Russia don´t drink the water, and don´t eat.
Jónsi: Don´t you mean; don´t go to Russia?
Kobi: No, I mean the water there is poisoned. You have to boil everything, unless you have lived there and your immune system is used to it. If someone was going to poison me he´d better have some strong shit. We Russians can go out and lick the pavement if we want, and go; Mmmm, that was good.
Jónsi: I think you should be on the Russian Tourism Council.
Kobi: Don´t get me wrong, I love Russia. Although, when I´m there I want to die, but as soon as I leave I miss it like hell.
Jónsi áttaði sig á því að hann saknaði ekki Íslands. Hann saknaði kannski mömmu sinnar og vina örlítið þegar hann hugsaði málið, en hann hafði ekki leitt hugann að Íslandi og lífinu þar síðan hann kom til Prag. Hræddur um að ef hann færi að hugsa of mikið um Ísland færi hann að sakna þess, ákvað Jónsi að drífa sig í tíma og hætta að hugsa. Í tímanum fór kennarinn að tala um kólnandi veðufar.
Gabriel: Even our Icelandic friend has his coat on.
Og svo fór hann að spyrja um veðrið á Íslandi og talið barst að jólunum og áramótunum á Íslandi. Jónsi ákvað, eftir tímann, að reyna að einbeita sér bara að því að klippa aðra myndina sína(með klæðskiptingnum), en lenti þá í samræðum við Þóru, íslenska stelpu í skólanum, um það hvað íslenska kókómjólkin væri betri en sú tékkneska. Hann sá það að hanga í skólanum væri ekki líklegt til að forða honum frá því að fá heimþrá svo hann ákvað að drífa sig heim, til Óla. Pabbi Óla hafði hins vegar verið í heimsókn og hafði gefið Óla Lýsi og íslenskar pylsur, sem Óli vildi endilega sýna Jónsa, og tala um, en Jónsi ákvað hins vegar, eftir skrítinn dag, að fara bara að sofa.
Í næsta bloggi:

Jónsa dreymir Kobi.

Thursday, November 23, 2006

Jónsi ke bas dun-party party party

Eftir að hafa hitt tvær indverskar stelpur á kynningarkvöldinu hjá skólanum hans, sem sögðu honum ítrekað hvað hann væri flottur, eftir að hann spurði þær hvernig maður segði; Jónsi is hot, á hindí(mál sem er talað á Indlandi), og svo þóst gleyma hvernig það væri sagt svo þær myndu segja honum það aftur, ákvað Jónsi, í samráði við Óla, að halda partý fyrir skólafélagana og bjóða indversku stelpunum sem heiðursgestum. Samráðið við Óla var reyndar haft eftir að Jónsi bauð öllum í skólanum og lofaði indversku stelpunum að búa til borða með nöfnunum þeirra og yfirskriftinni; Jónsi ke bas dun party(drunk near Jónsi party), sem hann ætlaði að hengja yfir útidyrahurðina þegar partýið yrði, en svoleiðis smáatriði skipta litlu máli fyrir góða vini. Partýið skall svo á með látum og Moira kíkti í heimsókn, en hún og Óli fóru svo að hitta fólk úr skólanum þeirra. Þegar langt var liðið á partýið áttaði Jónsi sig á því að heiðursgestirnir voru ekki mættir. Hann íhugaði að hringja í þær, en ákvað svo að fara á klósettið. Þegar þær mættu svo spurðu þær;
Indverskar stelpur: Jónsi, where is the banner?
Jónsi áttaði sig á því að þetta var loforð sem hann hafði ekki uppfyllt, svo hann sagði;
Jónsi: I took it down.
Þá áttaði hann sig á því að þær kynnu að vilja sjá borðann, svo hann bætti við;
Jónsi: And flushed it down the toilett!
Eftir að hafa áttað sig á því hversu biturlega þetta kynni að hafa hljómað ákvað hann að tala bara ekkert meira við þær um kvöldið. Það varð hins vegar til þess að önnur þeirra, sem hafði aldrei drukkið áður, datt í það, og hin byrjaði með hálf-fertugum ítala að nafni Silverio, sem leikur klæðskipting að nafni Madeline í annarri nemendamynd Jónsa í skólanum. Eftir þetta ákvað Jónsi að halda aldrei aftur partý sem væri byggt á einhverju tungumálagríni, fyrir einhverjar stelpur sem hann þekkti ekki neitt, svo hann ákvað, eftir að hafa farið með genginu og fengið sér kebab, að fara að sofa.
Í næsta bloggi:


Óli fyllir á vínskápinn.

Wednesday, November 22, 2006

Party party

Eftir að hafa spurt Deniz(tyrknesk stelpa í skólanum hjá honum) hvernig hún hefði það....
Jónsi: How are you doing?
Deniz: I´m fine.
Jónsi: I know you´re fine, but how are you doing?
...ákvað hann að útskýra fyrir henni muninn á partýi, og party partýi.
Jónsi: If you invite people over for a movie, it´s a movie party, but if you invite them for a party, it´s a party party.
Deniz: But if it´s a theme party, or a birthday party?
Jónsi: Then, technically, it´s a birthday-party party party.
Eftir þessar útskýringar ákvað Deniz að fara bara heim, að sofa.
Í næsta bloggi:

Jónsi ke bas dun-party party party.


Tuesday, November 21, 2006

Socks in the wind

Eftir að hafa notað öll fötin sín ákváðu Jónsi og Óli að þvo þau. Þvottavélinni þótti baðherbergisgólfið eitthvað skítugt því hún sullaði vatni yfir allt gólfið svo Jónsi og Óli þurftu að vera berfættir að taka úr vélinni. Það stoppaði þá samt ekki í því að setja í aðra vél. Þegar Jónsi stóð inni í því sem hann kallar þurrk-kompuna, að hengja upp þvottinn sinn, kemur Óli til hans.
Óli: Er ekki betra að hengja þvottinn upp á snúrunni úti á svölum?
Jónsi: Úti? Nei, það fýkur allt í burtu.
Óli: En ég er með allan þvottinn minn úti.
Jónsi: Ok.
Jónsi hélt áfram að hengja upp þvottinn sinn en Óli fór að leggja sig. Nokkrum dögum seinna kemur Óli til Jónsa, blótandi.
Óli: Djöfulsins. Þvotturinn minn fauk af snúrunni!
Jónsi: Ég sagði þér að það myndi gerast.
Óli: En þú varst bara að grínast.
Jónsi: Hvers vegna heldur þú að ég hafi ekki hengt þvottinn minn upp úti á snúru?
Óli: Andskotinn. Geturðu lánað mér sokka?
Jónsi: Varstu ekki að þvo fullt af sokkum um daginn?
Óli: Alla sokkana. En þeir voru allir úti á svölum.
Jónsi lánaði Óla sokka og þeir fóru vitrari að sofa.
Í næsta bloggi:




Óli prófar öðruvísi sokka.

Monday, November 20, 2006

Hvítar lygar

Eftir að hafa farið einu sinni á McDonalds til að breyta svolítið til frá kínverska matnum voru Jónsi og Óli til í smá kínverskan mat. Þeir hringdu í Hannes sem kíkti til þeirra, og svo hringdi Moira, portúgölsk stelpa sem strákarnir hittu í Tourist information, sem gefur bara þær upplýsingar að þeir geti ekki gefið neinar upplýsingar, og fékk að fara í sturtu hjá þeim. Forvitnir að vita hvort sturtan í íbúðinni virkaði leyfðu þeir henni það. Hún kom svo með þeim á kínverskan veitingastað rétt hjá þeim, þar sem þau áttu magnaðar samræður.
Óli: You know, the cops here are really nice. The other day we asked two cops for directions, but not the ones with the machine guns.
Jónsi: Yeah, if you ask them, the only direction you´re going is to the ground.
Moira hló ekki að þessum brandara. Hannes pantaði sér annan drykk. Gengið pantaði sér mat, en þegar þjónninn spurði;
Þjónn: White lies? White lies?
..runnu tvær grímur á hópinn. Með einstakri hæfni sinni til að álykta dró Jónsi þá ályktun að þjónninn væri að tala um hvít hrísgrjón frekar en hvítar lygar svo hann og Óli sögðu; ,,Yes.” En það drógu ekki allir þessa ályktun.
Hannes: No lies, no lies.
Hannes varð svo furðu lostinn þegar allir fengu hrísgrjón nema hann. Eftir matinn fóru allir á fyllerí nema Jónsi, sem fór heim að sofa.
Í næsta bloggi:


Óli æfir sig í lögfræði. Óli: We want the truth Goddamnit!

Sunday, November 19, 2006

Trammin´ (Bob Marley, Bob Marley)

Eftir að hafa svindlað sér í tramana(sporvagnana), og metro-ið(neðanjarðarlestina) síðan þeir komu til Prague(Prag) ákváðu Jónsi og Óli að kaupa sér passa(græna kortið). Það þarf ekki að borga sig inn í vagnana, en óeinkennisklæddir verðir geta böstað mann hvenær sem er og sektað mann. Þó svo að sektin myndi varla covera allar ferðirnar sem strákarnir höfðu farið án þess að borga ákváðu þeir að vera ekki að storka örlögunum.
Jónsi: Við ættum ekki að storka örlögunum.
Óli: Storka gorka. Ég kaupi engan passa.
Þeir fóru svo og keyptu sér passa, tóku traminn, fengu sér smá kínverskan mat, og fóru heim að sofa.
Í næsta bloggi:


Strákarnir taka leigubíl.

Thursday, November 16, 2006

Jó to the li.

Eftir að hafa komist að því að fólk héldi að Jónsi og Óli væru einhverjir jóla-fanatics, útaf nafninu joli.bloggar.is ákváðu þeir að setja bandstrik í titilinn á nýju bloggsíðunni, jo-li-i-prag.blogspot.com.
Óli: Hvernig gastu ekki fattað þetta?
Jónsi: Jóli? Jónsi + Óli? Mér fannst það nú bara nokkuð augljóst.
Óli: Það er bara ekkert augljóst.
Þeir ákváðu að hætta að rífast, fá sér Kit-Kat, og fara að sofa.
Í næsta bloggi:



Strákarnir skoða jólaskraut.

Wednesday, November 15, 2006

Chinese Czechmochracy

Eftir að hafa smakkað karrýkjúkling á öllum kínversku stöðunum í hverfinu(Jónsi vill meina að karrýkjúklingurinn sé góð mælistika á kínverska veitingastaði, því ef karrýkjúklingurinn er góður má draga þá ályktun að allt hitt á matseðlinum sé í sama gæðaflokki), ákváðu Jónsi og Óli að horfa á nokkra þætti af Arrested Development. Með þarmana fulla af karrýkjúkling ákváðu strákarnir að fá sér bjór og súkkulaði, til að bæta meltinguna. Þeir fóru í minnstu, og best nýttu, kjörbúð í Prag, sem svo heppilega vill til að er við hliðina á húsinu þeirra. Þar hittu þeir krúttlegustu kínversku konu sem þeir hafa á ævinni séð, sem virtist lesa hugsanir þeirra. Óli var að vandræðast með að ná nokkrum bjórum úr kælinum, þá kom hún með poka handa honum, og Jónsi var að velta fyrir sér hvaða súkkulaði þeir ættu að fá sér, þá benti hún honum á Kit Kat(sem hann er núna orðinn háður) og af því að hún var svo feimin og brosti fallega til þeirra, og fyrir utan það að hún las hugsanir þeirra, ákváðu þeir að gefa henni þjórfé, sem tíðkast hvergi í kjörbúðum. Hún vildi fyrst ekki taka við peningunum en þegar þeir neituðu að taka þá tilbaka brosti hún til þeirra og þakkaði þeim fyrir. Nokkrum dögum seinna fóru þeir að kaupa kók og klósettpappír og komust þá að því að hún er gift og á barn. Þeir kunnu ekki við það að hætta að gefa henni þjórfé, svo þeir minnkuðu þjórféið, horfðu á Arrested Development, og fóru að sofa.
Í næsta bloggi:

Strákarnir fara á veraldarvefinn.



Tuesday, November 14, 2006

Photo-fokk

Eftir að hafa lent í vandræðum með að setja myndir inn á bloggið sitt ákváðu Jónsi og Óli að hætta að blogga.
Óli: Ég nenni þessu ekki!
Jónsi: En ef við búum bara til nýtt blogg?
Óli: Ég veit það ekki. Nennir þú því?
Svo þeir bjuggu til nýtt blogg og skýrðu það; jo-li-i-prag.blogspot.com. Eftir að hafa sett inn nokkrar myndir fengu þeir sér Kit-Kat, og fóru svo að sofa.
Í næsta bloggi:



Jónsi og Óli ákveða að hætta að setja myndir í bloggið.

I love Lucie

Eftir að hafa flutt frá Shuberti, gist eina nótt hjá Hannesi, og tékkað sig inn á annað gistiheimili, voru Jónsi og Óli alveg til að fara að finna sér þeirra eigin íbúð. Þá hringdi Lucie frá Happy house rentals, sem Shubert hélt að væri techno-klúbbur þegar strákarnir spurðu hann um leiðbeiningar þangað klukkan 3 á miðvikudegi, og sagði þeim að hún væri búin að finna íbúð sem stæðist gæðakröfur þeirra. Strákarnir tóku gleði sína á ný, enda hvert tækifæri gott tækifæri til að hitta Lucie. Svo voru þeir líka spenntir að sjá íbúðina. Fyrir utan íbúðina hittu þeir Lucie, sem var jafn ánægð að sjá þá eins og þeir voru að sjá hana. Þeir djókuðu aðeins í henni og hittu svo leigusalann, Lönu. Hún var viðkunnaleg miðaldra kona, sem talaði ekki ensku, en virtist líka vel við strákana. Hún brosti til þeirra en talaði við Lucie eins og hún væri að skamma táningsdóttur sína. Lana sýndi þeim íbúðina og útskýrði hvert einasta smáatriði vel og vandlega, eins og þetta væri hennar síðasta tækifæri til að tala. Lucie reyndi eftir fremsta megni að þýða allt sem Lana sagði en þegar Lana var búin að tala í 3 mínútur um vatnshitarann sneri Lucie sér að strákunum, benti þeim á hitarann, og sagði þreytulega;
Lucie: Push that button.
Strákarnir vissu að þetta var dama sem væri efni í eiginkonu, svo þeir ákváðu að bjóða henni í partý. Þeir vildu hins vegar ganga frá greiðslu fyrir íbúðina áður en þeir færu að bjóða fólki þangað í partý, en Lana, sem virtist ekki nýta sér þjónustu banka, vildi bara fá greitt í reiðufé og strákarnir þurftu því að taka pening út af kortunum sínum. Þeir komust hins vegar að því að það eru limit á því hvað hægt er að taka út á viku, og að þeir voru búnir með það limit fyrir vikuna. Þeir þurftu hins vegar að borga fyrsta mánuðinn, tryggingu fyrir leigusalann, og svo þóknun fyrir Lucie. Þeim tókst að skrapa saman fyrir tryggingunni en fengu frest fyrir hinu. Hræddir um að líta út eins og aumingjar sem gætu ekki borgað, ákváðu strákarnir að bíða með að bjóða Lucie í partý, að minnsta kosti þangað til þeir væru búnir að borga henni, svo þeir borðuðu loft, og fóru að sofa.
Í næsta bloggi:




Strákana dreymir að Lucie eigi kærasta.

Czech out the Thai



Eftir að hafa velt því fyrir sér hvort þeir ættu kannski að fá sér húsvagn, ákváðu Jónsi og Óli að fá sér að borða. Orðnir létt þreyttir á kínverskum mat ákváðu þeir að breyta til, og fengu sér tælenskan. Á tælenska staðnum tók á móti þeim ung dama sem virtist sjá það á þeim að þeir væru útlendingar því hún hóf strax að tala við þá á ensku. Hún vísaði þeim til borðs, hjálpaði þeim að velja rétti við hæfi, og vann hugi þeirra og hjörtu, með heillandi framkomu, og aðlaðandi útliti. Þeir gátu ekki staðist að spjalla aðeins við hana og komust að því að hún var sænsk, og talaði ekki tékknesku. Hún sagði þeim hitt og þetta um sína hagi og þegar hún kom með reikninginn hafði hún skrifað á hann; Thank you! Strákunum fannst þetta fallega gert og íhuguðu að skilja eftir símanúmerin sín á reikningnum, sem þeir gerðu síðan ekki, og fóru. Á leiðinni heim tóku þeir leigubíl frá leigubílafyrirtækinu AAA, sem undir venjulegum kringumstæðum telst með þeim traustari í Prag, en sem strákarnir óskuðu seinna þetta kvöld að héti frekar AA. Leigubílstjórinn, sem var gamall, átti strax í erfiðleikum með að bakka útúr stæðinu sem hann var í. Stuttu seinna drap hann á bílnum í miðri brekku þar sem hann átti ekki að stoppa en strákarnir veittu því enga sérstaka athygli því Óli var orðinn svolítið fullur og Jónsi var enn að velta fyrir sér hvað thank you-ið þýddi og hvort þeir hefðu átt að skilja eftir númerin, því þegar öllu var á botninn hvolft þá var þessi sænska stelpa helvíti sæt. Þegar leigubílstjórinn stoppaði svo fyrir utan hjá Hannesi, sem hafði verið með þeim allt kvöldið, keyrði hann upp á kant og átti í stökustu erfiðleikum með að leggja. Strákunum fannst þetta orðið fullmikið þó hann væri gamall og væri líka lélegur í að bakka útúr stæðum, sem hann átti greinilega enn erfiðara með að leggja í. Þegar Hannes var farinn útúr bílnum var næsti áfangastaður gistiheimilið hjá Shuberti, sem er nokkurn veginn beina leið frá Hannesi. Þegar leigubílstjórinn tók svo U-beygju á næstu gatnamótum fannst Jónsa og Óla eitthvað bogið við þennan gæja svo þeir stoppuðu bílinn og fóru út. Þegar þeir fylgdust svo með erfiðleikum bílstjórans við að snúa aftur við rann loksins upp fyrir þeim að hann var blindfullur.
Jónsi: Þessi leigubílstjóri er þokkalega out of it.
Óli: Já.
Óli: Förum að sofa.
Í næsta bloggi:


Sænska stelpan hefur uppi á númerinu þeirra, en þeir eru sofandi og vakna ekki við símann.

Chess í Czech

Eftir að hafa sofið alla leiðina til Prag þar sem þeir tékkuðu sig inn á gistiheimili til að sofa aðeins meira, ákváðu Jónsi og Óli að hanga svolítið með Hannesi(Hannes Hlífar, áttfaldur Íslandsmeistari í skák) sem er kunningi Óla, og þeir heimsóttu fyrsta kvöldið í Prag. Þeir kíktu til Hannesar snemma dags, þar sem þeir heyrðu góða útgáfu af laginu Old man, með Neil Young, en þegar Jónsi ætlaði að lækka í græjunum kom í ljós að þetta var Rúnar, frændi Hannesar sem sat á rúminu sínu í nærbuxunum einum fata og glamraði á gítar. Eftir að Rúnar hafði frætt þá um góðan blús, rakspíra og helvíti gott tékkneskt flösusjampó, fór Hannes með strákana á kaffihús til að kynna þá fyrir Andreu vinkonu sinni, sem vildi ólm fá þá til að leigja íbúð hjá foreldrum sínum. Þeir ákváðu að kíkja á hana svo þau eyddu deginum í að ganga um Prag áður en þau fóru að skoða íbúðina. Þar tók á móti þeim sveittur Tyrki(ath, hann var sveittur, og var frá Tyrklandi) sem var furðu lostinn að sjá þau því hann var ekkert á leiðinni að fara að flytja, en Andrea vildi ólm losna við hann og vini hans úr íbúðinni því þeir vildu helst borga leiguna í blíðu, og Andreu leist mun betur að fá leiguna borgaða frá Jónsa og Óla. Þeim leist ekkert sérstaklega vel á íbúðina svo Andrea bauð þeim á bar þar sem hugguleg vinkona hennar vinnur, til að ræða málin.
Andrea: So how many girls have you slept with? Two? Or three?
Jónsi: No, I´m just not that hot on pissing 69s.
Eftir þetta samtal ákvaðu strákarnir að fara, þó svo að íbúðarmálin væru enn óleist, svo það var lítið annað að gera en að kíkja til Hannesar, tapa einni skák, rúlla svo aftur til Shuberts, og fara að sofa.
Í næsta bloggi:

Einar 4, Bjarni 6. Jónsi -1.

Monday, November 13, 2006

Czech 1, 2


Eftir að hafa ákveðið sinn í hvoru lagi að flytja til Prag ákváðu Jónsi og Óli að vera samferða þangað og jafnvel búa saman. Báðir voru efins hvort sambúðin myndi ganga en eftir að hafa komist að því að báðum finnst kínverskur matur góður ákváðu þeir að slá til.
Jónsi: Ég get étið karrý þangað til ég kúka gulu.
Óli: Er allur kínverskur matur asískur?
Svo þeir lögðu af stað. Eftir að mömmur þeirra skutluðu þeim í sitt hvoru lagi á flugvöllinn var flogið af stað. Þegar þeir vöknuðu, eftir að hafa sofið alla leiðina frá Keflavík til Stanstead, tóku á móti þeim langar biðraðir og andfúll svertingi sem reyndi alls staðar að svindla sér fram fyrir í röðum, svo þeir ákváðu að sofa alla leiðina í rútunni frá Stanstead til Heathrow. Eftir að hafa fengið sér kínverskan mat á Heathrow flugvelli urðu þeir þreyttir, svo þeir ákváðu að sofa alla leiðina frá Heathrow til Prag, til að melta matinn. Þegar þeir loks komu til Prag ákváðu þeir að fá sér að borða og fengu sér bleika hamborgara, eins og tíðkast í Tékklandi. Þegar þeir höfðu smakkað borgarana, sem voru ekki upp á margar kýr, rann upp fyrir þeim að þeir væru fluttir til annars lands í heila 9 mánuði. En svo sáu þeir tvær sætar spænskar eða tyrkneskar, eða eitthvað svoleiðis, stelpur, og þeir gleymdu öllum áhyggjum. Eftir að hafa komist að því að sætu tyrknesku stelpurnar áttu kærasta ákváðu Jónsi og Óli að fara í hraðbanka og eyða vikulimitinu sínu. Þeir sömdu svo við leigubílstjóra um að keyra þá á gistiheimilið hans Shuberts, þar sem þeir ákváðu, eftir erfitt ferðalag, að fara að sofa.
Í næsta bloggi:


Óli vaknar, en ákveður að fara aftur að sofa.