Monday, November 20, 2006

Hvítar lygar

Eftir að hafa farið einu sinni á McDonalds til að breyta svolítið til frá kínverska matnum voru Jónsi og Óli til í smá kínverskan mat. Þeir hringdu í Hannes sem kíkti til þeirra, og svo hringdi Moira, portúgölsk stelpa sem strákarnir hittu í Tourist information, sem gefur bara þær upplýsingar að þeir geti ekki gefið neinar upplýsingar, og fékk að fara í sturtu hjá þeim. Forvitnir að vita hvort sturtan í íbúðinni virkaði leyfðu þeir henni það. Hún kom svo með þeim á kínverskan veitingastað rétt hjá þeim, þar sem þau áttu magnaðar samræður.
Óli: You know, the cops here are really nice. The other day we asked two cops for directions, but not the ones with the machine guns.
Jónsi: Yeah, if you ask them, the only direction you´re going is to the ground.
Moira hló ekki að þessum brandara. Hannes pantaði sér annan drykk. Gengið pantaði sér mat, en þegar þjónninn spurði;
Þjónn: White lies? White lies?
..runnu tvær grímur á hópinn. Með einstakri hæfni sinni til að álykta dró Jónsi þá ályktun að þjónninn væri að tala um hvít hrísgrjón frekar en hvítar lygar svo hann og Óli sögðu; ,,Yes.” En það drógu ekki allir þessa ályktun.
Hannes: No lies, no lies.
Hannes varð svo furðu lostinn þegar allir fengu hrísgrjón nema hann. Eftir matinn fóru allir á fyllerí nema Jónsi, sem fór heim að sofa.
Í næsta bloggi:


Óli æfir sig í lögfræði. Óli: We want the truth Goddamnit!

1 comment:

Anonymous said...

Eftir miklar og sársaukafullar tilraunir til að finna bloggslóðina á síðuna ykkar tókst það loks. Gætuð þið samt ekki fundið flóknari vefslóð?