Thursday, December 7, 2006

Dirty weekend

Eftir að hafa orðið veikir, og hangið lítið sem ekkert saman, nema til að hósta í félagsskap hvors annars, ákváðu Jónsi og Óli að skipta liði. Óli ákvað að fara í helgarferð til Íslands til að tefla á skákmóti undir merkjum skákfélags Reykjanesbæjar, og Jónsi ákvað að fara á fyllerí. Jónsi datt í mat til Þóru á föstudagskvöldið, og fór svo á klúbbinn Face to face, þar sem unglingskrakkar dansa við dynjandi hip hop músík á fyrstu hæðinni, og foreldrarnir eru í kjallaranum að dansa við 80´s og 90´s músík. Ætla mætti að fólkið á Jónsa aldri væri svo í stiganum. Það var ekki þar, en engu að síður skemmti hann sér stórvel og kom seint heim. Á meðan tefldi Óli tvær skákir heima á Íslandi, og fór svo huldu höfði á Sólon um kvöldið, þar sem hann vildi ekki eyða kvöldinu í að útskýra af hverju hann væri ekki í Prag og ennþá síður hvað hann væri að gera á Íslandi. Hann þurfti ekki að útskýra það fyrir neinum þetta kvöld. Laugardagskvöldið var svo tekið af enn meiri krafti, og komu Jónsi og Óli sigurreifir út úr helginni, Jónsi með 169 myndir sem hann tók á myndavél vinkonu sinnar á laugardagskvöldið, og Óli með tvo vinninga og tvö jafntefli úr fjórum skákum, og svo vitnað sé í ritstjóra Skák.is;
Ritstjóri:,,Í spá fyrir keppni vanmat ég algjörlega Reyknesinga.... auk þess kom Ólafur Ísberg Hannesson alla leiðina frá Prag til að styrkja sveitina.
Þegar strákarnir hittust svo aftur voru þeir spenntir að heyra hvað hafði drifið á daga hvors annars um helgina.
Jónsi: Blessaður. Hvernig var helgin?
Óli: Bara ágæt. En hjá þér?
Jónsi: Svona.......bara.
Sáttir með svörin ákváðu þeir að fara að sofa.
Í næsta bloggi:



Jónsi lærir að tefla, Óli lærir að taka myndir.

No comments: