Wednesday, December 6, 2006

Sick like a dog

Eftir að hafa fengið gott veður síðan þeir komu til Prag, fannst Jónsa og Óla farið að kólna ansi mikið. Þar sem þeir kunnu ekki að setja hitann á í íbúðinni eydu þeir allnokkrum mínútum á hverjum, sinn í hvoru úminu, í að koma sér fram úr, í bókstaflegri merkingu, því gólfið var ískalt. Vatnið í sturtunni var ennþá heitt þegar það lenti á höfðinu á þeim, en þegar það var komið niður á fæturna var það orðið kalt, og einhvern veginn fannst þeim alltaf hlýrra þegar þeir voru komnir út á götu. Að verða veikir, en í afneitun, ákváðu Jónsi og Óli báðir að fara í skólann. Í handritatíma skildi Jónsi ekki af hverju allir aðrir voru bara á peysunni þegar hann var í úlpu, að drepast úr kulda, og á sama tíma var Óli byrjaður að sjúga upp í nefið í tíma. Hann sá að ein stelpan í bekknum var að horfa á hann svo hann ákvað að breiða yfir það að hann væri að verða veikur.
Óli: Hey, I´m having a party next weekend, and I was wondering if you could be my party planner?
Stelpa: Me?
Óli: Yeah, to help with the music maybe, because if I´m in charge of the music the only thing you are going to hear is Guns ´n´ roses, and Metallica.
Stelpa: Hehe. Ok, I´ll bring some music.
Óli: And as the party planner you also have to come early...
Stelpa: Ok.
Óli: .....and clean the apartment.
Stelpa: What?
Óli: That´s what a party planner does.
Stelpan hló að þessum brandara, en Óli, sem hafði verið í íbúðinni, var eiginlega ekkert að grínast. Þegar Jónsi og Óli hittust svo í íbúðinni um kvöldið, byrjaðir að sætta sig við að þeir væru að verða veikir, litu þeir á hvorn annan, reyndu ekki einu sinni að segja eitthvað fyndið, og ákváðu bara að fara að sofa.
Í næsta bloggi:


Jónsi og Óli halda að þeim sé batnað.

No comments: