Tuesday, November 21, 2006

Socks in the wind

Eftir að hafa notað öll fötin sín ákváðu Jónsi og Óli að þvo þau. Þvottavélinni þótti baðherbergisgólfið eitthvað skítugt því hún sullaði vatni yfir allt gólfið svo Jónsi og Óli þurftu að vera berfættir að taka úr vélinni. Það stoppaði þá samt ekki í því að setja í aðra vél. Þegar Jónsi stóð inni í því sem hann kallar þurrk-kompuna, að hengja upp þvottinn sinn, kemur Óli til hans.
Óli: Er ekki betra að hengja þvottinn upp á snúrunni úti á svölum?
Jónsi: Úti? Nei, það fýkur allt í burtu.
Óli: En ég er með allan þvottinn minn úti.
Jónsi: Ok.
Jónsi hélt áfram að hengja upp þvottinn sinn en Óli fór að leggja sig. Nokkrum dögum seinna kemur Óli til Jónsa, blótandi.
Óli: Djöfulsins. Þvotturinn minn fauk af snúrunni!
Jónsi: Ég sagði þér að það myndi gerast.
Óli: En þú varst bara að grínast.
Jónsi: Hvers vegna heldur þú að ég hafi ekki hengt þvottinn minn upp úti á snúru?
Óli: Andskotinn. Geturðu lánað mér sokka?
Jónsi: Varstu ekki að þvo fullt af sokkum um daginn?
Óli: Alla sokkana. En þeir voru allir úti á svölum.
Jónsi lánaði Óla sokka og þeir fóru vitrari að sofa.
Í næsta bloggi:




Óli prófar öðruvísi sokka.

No comments: