Óli: Er ekki betra að hengja þvottinn upp á snúrunni úti á svölum?
Jónsi: Úti? Nei, það fýkur allt í burtu.
Óli: En ég er með allan þvottinn minn úti.
Jónsi: Ok.
Jónsi hélt áfram að hengja upp þvottinn sinn en Óli fór að leggja sig. Nokkrum dögum seinna kemur Óli til Jónsa, blótandi.
Óli: Djöfulsins. Þvotturinn minn fauk af snúrunni!
Jónsi: Ég sagði þér að það myndi gerast.
Óli: En þú varst bara að grínast.
Jónsi: Hvers vegna heldur þú að ég hafi ekki hengt þvottinn minn upp úti á snúru?
Óli: Andskotinn. Geturðu lánað mér sokka?
Jónsi: Varstu ekki að þvo fullt af sokkum um daginn?
Óli: Alla sokkana. En þeir voru allir úti á svölum.
Jónsi lánaði Óla sokka og þeir fóru vitrari að sofa.
Í næsta bloggi:

No comments:
Post a Comment