Monday, November 13, 2006

Czech 1, 2


Eftir að hafa ákveðið sinn í hvoru lagi að flytja til Prag ákváðu Jónsi og Óli að vera samferða þangað og jafnvel búa saman. Báðir voru efins hvort sambúðin myndi ganga en eftir að hafa komist að því að báðum finnst kínverskur matur góður ákváðu þeir að slá til.
Jónsi: Ég get étið karrý þangað til ég kúka gulu.
Óli: Er allur kínverskur matur asískur?
Svo þeir lögðu af stað. Eftir að mömmur þeirra skutluðu þeim í sitt hvoru lagi á flugvöllinn var flogið af stað. Þegar þeir vöknuðu, eftir að hafa sofið alla leiðina frá Keflavík til Stanstead, tóku á móti þeim langar biðraðir og andfúll svertingi sem reyndi alls staðar að svindla sér fram fyrir í röðum, svo þeir ákváðu að sofa alla leiðina í rútunni frá Stanstead til Heathrow. Eftir að hafa fengið sér kínverskan mat á Heathrow flugvelli urðu þeir þreyttir, svo þeir ákváðu að sofa alla leiðina frá Heathrow til Prag, til að melta matinn. Þegar þeir loks komu til Prag ákváðu þeir að fá sér að borða og fengu sér bleika hamborgara, eins og tíðkast í Tékklandi. Þegar þeir höfðu smakkað borgarana, sem voru ekki upp á margar kýr, rann upp fyrir þeim að þeir væru fluttir til annars lands í heila 9 mánuði. En svo sáu þeir tvær sætar spænskar eða tyrkneskar, eða eitthvað svoleiðis, stelpur, og þeir gleymdu öllum áhyggjum. Eftir að hafa komist að því að sætu tyrknesku stelpurnar áttu kærasta ákváðu Jónsi og Óli að fara í hraðbanka og eyða vikulimitinu sínu. Þeir sömdu svo við leigubílstjóra um að keyra þá á gistiheimilið hans Shuberts, þar sem þeir ákváðu, eftir erfitt ferðalag, að fara að sofa.
Í næsta bloggi:


Óli vaknar, en ákveður að fara aftur að sofa.

No comments: