Monday, December 4, 2006

Photo-fokk vol.2

Eftir að hafa byrjað að blogga þurftu Jónsi og Óli að fara að taka myndir til að setja í bloggið. Eftir að hafa ákveðið að taka myndir af jólaskrauti fyrir Jó to the li bloggið, fór Jónsi í Tesco til að taka myndir. Um leið og hann dró upp myndavélina fékk hann ill augnaráð frá öðrum viðskiptavinum, og eftir að hafa tekið 3 myndir heyrði hann karlmannsrödd fyrir aftan sig sem talaði tékknesku. Jónsi leit við og sá að jakkafata-klæddur öryggisvörður var að reyna að tala við hann.
Öryggisvörður: Dobrí dúbrí búbrí.
Jónsi: Hmm?
Öryggisvörður: Cesky?(Ertu tékkneskur(ertu hálfviti))?
Jónsi: No.(Kannski).
Öryggsvörður: No camera.(Er þetta kannski myndavél)?
Þar sem öryggisvörðurinn virtist vera allt annað en í stuði ákvað Jónsi að reyna að slá á létta strengi.
Jónsi: I´m sorry, I didn´t know. It´s for my girlfriend, we´re trying to choose which colour we want. I like the blue ones but....
Öryggisvörður: No camera!!
Jónsi sá að öryggisvörðurinn hafði engan húmor fyrir þessu, fyrir utan að skilja líklega ekki ensku, svo hann ákvað, ánægður með myndirnar sem hafði þegar náð, að setja myndavélina ofaní tösku(undir vökulum augum öryggisvarðarins), kíkja upp í skóla, pósta blogg, og fara svo heim að sofa.
Í næsta bloggi:

Jónsi fær æði fyrir extreme-photography.




No comments: