Tuesday, December 12, 2006

Út að borða

Eftir að hafa chillað í íbúðinni þeirra í tvo daga ákvað mamma Óla að bjóða Jónsa og Óla út að borða. Þar sem strákarnir voru mjög hrifnir af kínverskum mat ákvað hún að fara með þá á ,,tékkneskan” veitingastað. Strákarnir höfðu hvor um sig haft slæma reynslu af svokölluðum ,,tékkneskum” veitingastöðum, svo þeir ákváðu að slá til. Hún fór með þá á stað sem var í kjallaranum á litlu hóteli nálægt ánni. Þeim fannst staðurinn einkar kósý, og þjónustan góð. Eftir afar áhugaverðar samræður um 11. september, sem byrjuðu eftir miskilning hjá Óla eftir að Jónsi hafði, af einhverri ástæðu, sagt þeim kennitöluna sína(091181), og Óli haldið að Jónsi hefði átt einn dramatískan afmælisdag, sagði Óli;
Óli: (til Jónsa)Ef svo ólíklega vildi til að þú eignaðist kærustu, þá kemurðu með hana hingað.
Jónsi leit í kringum sig og kinkaði kolli.
Jónsi: Ég kem aldrei hingað aftur.
Þríeykið kláraði svo gómsætan matinn, sem þau skoluðu niður með einkar bragðgóðu rauðvíni frá Moravia dalnum, og fóru svo heim, að sofa.
Í næsta bloggi:


Jónsi eignast kærustu. Jónsi: Hvað get ég sagt? Ég fíla þær massaðar.

No comments: