Wednesday, December 13, 2006

Happy birthday!

Eftir að hafa verið dreginn út í nokkra bjóra á miðvikudagskvöldið, til að halda upp á það að hann ætti afmæli daginn eftir, ætlaði Jónsi að taka því rólega á afmælisdaginn. Eftir fyrsta tímann keypti hann sér morgunmat á kaffihúsinu í skólanum, en Julija, sem rekur kaffihúsið, neitaði að leyfa honum að borga. Í hádeginu fór hann með Ross að fá sér að borða. Þegar Ross frétti að þetta væri afmælisdagurinn hans neitaði hann að leyfa Jónsa að borga fyrir matinn sinn. Eftir skólann slóst svo stór hópur í för með honum að fá sér kvöldmat, og aftur vildi enginn leyfa Jónsa að borga. Hópurinn sannfærði hann svo um að koma með þeim á hip-hop klúbb sem er nálægt íbúðinni hans. Jónsi ætlaði ekki að vera lengi, til að vera ferskur í afmælispartýinu sínu kvöldið eftir, en þegar hann kom heim, um fjögurleitið, beið hans gjöf frá Óla á skrifborðinu hans. Jónsi kíkti á Óla.
Jónsi: Takk fyrir gjöfina.
Óli: Ertu búinn að sjá þær?
Jónsi: Sjá hvað?
Óli: Myndirnar.
Jónsi: Hvaða myndir?
Óli: Myndirnar í pakkanum.
Jónsi: Eru myndir í pakkanum? Er þetta pakki? Ég hélt að þetta væri bara ,,Gleðilegt ammæli” skilti.
Jónsi fór svo og opnaði skiltið og sá að Óli hafði gefið honum tvær klassa DVD myndir í afmælisgjöf; Dirty dozen, og Ace Ventura: Pet detective. Jónsi sagði svo Óla frá góðum deginum, mamma hans hafði hringt, afmæliskveðjum hafði rignt yfir hann, enginn vildi leyfa honum að borga fyrir neitt, og svo beið hans pakki þegar hann kom heim.
Óli: Þetta var þokkalega góður dagur hjá þér.
Sáttir með daginn ákváðu strákarnir að fara að sofa.
Í næsta bloggi:


Óli opnar myndirnar. Óli: Ég hefði kannski átt að gefa honum myndir sem ég hef ekki séð.

No comments: