Wednesday, November 15, 2006

Chinese Czechmochracy

Eftir að hafa smakkað karrýkjúkling á öllum kínversku stöðunum í hverfinu(Jónsi vill meina að karrýkjúklingurinn sé góð mælistika á kínverska veitingastaði, því ef karrýkjúklingurinn er góður má draga þá ályktun að allt hitt á matseðlinum sé í sama gæðaflokki), ákváðu Jónsi og Óli að horfa á nokkra þætti af Arrested Development. Með þarmana fulla af karrýkjúkling ákváðu strákarnir að fá sér bjór og súkkulaði, til að bæta meltinguna. Þeir fóru í minnstu, og best nýttu, kjörbúð í Prag, sem svo heppilega vill til að er við hliðina á húsinu þeirra. Þar hittu þeir krúttlegustu kínversku konu sem þeir hafa á ævinni séð, sem virtist lesa hugsanir þeirra. Óli var að vandræðast með að ná nokkrum bjórum úr kælinum, þá kom hún með poka handa honum, og Jónsi var að velta fyrir sér hvaða súkkulaði þeir ættu að fá sér, þá benti hún honum á Kit Kat(sem hann er núna orðinn háður) og af því að hún var svo feimin og brosti fallega til þeirra, og fyrir utan það að hún las hugsanir þeirra, ákváðu þeir að gefa henni þjórfé, sem tíðkast hvergi í kjörbúðum. Hún vildi fyrst ekki taka við peningunum en þegar þeir neituðu að taka þá tilbaka brosti hún til þeirra og þakkaði þeim fyrir. Nokkrum dögum seinna fóru þeir að kaupa kók og klósettpappír og komust þá að því að hún er gift og á barn. Þeir kunnu ekki við það að hætta að gefa henni þjórfé, svo þeir minnkuðu þjórféið, horfðu á Arrested Development, og fóru að sofa.
Í næsta bloggi:

Strákarnir fara á veraldarvefinn.



No comments: