Sunday, November 26, 2006

Að sofa

Eftir að hafa haft mikið að gera kunnu Jónsi og Óli betur að meta að geta sofið. Þeir mundu lítið hvað þá dreymdi á næturnar en á daginn dreymdi þá um að sofa. Eitt kvöldið, eftir langan dag, hittust strákarnir á ganginum heima hjá sér, mjög þreyttir.
Óli: Ég ætla að fara að sofa.
Jónsi: Í kofa?
Óli: Ha?
Jónsi: Hverju varstu að lofa?
Óli: Heyrðu, nú ertu bara að rugla.
Jónsi: Ugla?
Svona hélt þetta samtal áfram í nokkrar mínútur áður en Óli nennti ekki lengur að reyna að skilja Jónsa, og Jónsi nennti ekki að standa einn frammi á gangi, þannig að þeir fóru báðir að sofa.
Í næsta bloggi:


Jónsi og óli ákveða að vaka.

1 comment:

Anonymous said...

Hæ - eruð þið ennþá sofandi, á ekki að halda áfram með skemmtilegar og lifandi frásagnir?