Friday, December 1, 2006

Sexy back

Eftir að hafa leitt skólafélaga sína í sannleikann um kynferðislegt aðdráttarafl sitt með frösum eins og;
Jónsi: What can I say? It´s sexy.(en ekki eins og Dóri sagði það alltaf, heldur í bókstaflegri merkingu.)
...og;
Jónsi: You can´t argue with this kind of sexieness.
...ákvað Jónsi að skella sér í afmæli til Silverio. Í partýinu sagði hann fólki að það væri venja á Íslandi að gefa fólki sem maður mætti úti á götu high five og segja; Iceland rules! Og svo kenndi hann þeim, með aðstoð Þóru, Go Iceland, go Iceland, go – lagið, sem þau töldu fólki trú um að nemendum í öllum skólum á Íslandi væri kennt að syngja í frímínútum, og að fólk yrði tryllt þegar það syngi þetta lag og tæki jafnvel heljarstökk. Eftir kennsluna kom stelpa upp að Jónsa og sagði;
Stelpa: Jónsi, you look so serious in this jacket.
Jónsi: Serious? Don´t you mean; seriously sexy?
Að því loknu sneri hann sér að huggulegri portúgalskri stelpu, sem leigir með Silverio, fékk númerið hjá henni, (en hringdi svo aldrei í hana,) fór svo með fólkinu á klúbb sem spilaði slappa músík, og rölti svo heim, sæmilega sexy, og fór að sofa.
Í næsta bloggi:



Jónsi heyrir Justin Timberlake syngja; I´m bringing sexy back... Jónsi hugsar;
Jónsi: Back? I went back in time and invented it for myself to go back to the present and not make it known to the people only to then take it again into the future to at last, bring it back.

No comments: