Saturday, December 16, 2006

Triple trouble birthday-party party party day

Eftir að hafa hitt Lucie og vinkonu hennar á hip hop klúbbnum á afmæliskvöldið sitt, og skipst á nokkrum orðum við hana....
Jónsi: It´s my birthday today.
Lucie: Really? How old are you?
Jónsi: Twenty-five.
Lucie: Oh, so young.
Jónsi: You mean; so old. You´re younger than me.
Lucie: No.
Jónsi: Well, you look younger than me so I´m going to belive that until you show me some evidence otherwise.
Lucie: I´m not going to do that.
....fór Jónsi heim og lagði sig í nokkra tíma áður en hann fór að fylgjast með þegar þriðja verkefnið hans var flutt af filmu yfir á stafrænt form. Í stúdíóinu hitti hann Tomas(skólastjórann) sem sagði honum að Alex(kvikmyndatöku(cinematography)kennarinn) hefði sagt upp og stungið af til Kanada, frá táningskærustu sinni, sem er yngri en næst-elsti sonur hans, með tvær HDV(high definition video) myndavélar frá skólanum í farteskinu. Eftir þessar fréttir, og ekki ennþá orðinn þunnur ákvað Jónsi að fara heim og leggja sig. Þegar hann vaknaði kom Asger(danskur strákur í skólanum) til hans, til að undirbúa triple trouble birthday party party partýið. Hann hafði fengið ljóskastara lánaða hjá skólanum, sem Jónsi þurfti svo að skila daginn eftir, og fór að vesenast við að koma þeim upp. Astha, önnur indverska stelpan og þriðja afmælisbarnið(triple trouble), var veik eftir fimmtudagskvöldið og tilkynnti að hún yrði sein. Sturtu seinna fylltist íbúðin af fólki, þar á meðal slóvenskum stelpum sem Asger hafði boðið. Eftir að hafa áttað sig á því að Asger væri ekki svalur gæi, heldur sjálfumglaður og óhjákvæmilega móðgandi, og vitlaus, vitleysingur, ákvað Óli að reyna við slóvensku stelpuna sem Asger var að kyssa.
Óli: What are you doing with this guy?
Stelpa: I know.
En Asger hélt áfram að kyssa hana, og svo fóru allir í bæinn. Óli gisti hjá vinkonu(?) Jónsa, og Jónsi kom heim klukkan 9:30, búinn að dansa fyrir vikuna, og fór að sofa.
Í næsta bloggi:


Jónsi og Óli snúa heim til Íslands, og fara að sofa.

Wednesday, December 13, 2006

Happy birthday!

Eftir að hafa verið dreginn út í nokkra bjóra á miðvikudagskvöldið, til að halda upp á það að hann ætti afmæli daginn eftir, ætlaði Jónsi að taka því rólega á afmælisdaginn. Eftir fyrsta tímann keypti hann sér morgunmat á kaffihúsinu í skólanum, en Julija, sem rekur kaffihúsið, neitaði að leyfa honum að borga. Í hádeginu fór hann með Ross að fá sér að borða. Þegar Ross frétti að þetta væri afmælisdagurinn hans neitaði hann að leyfa Jónsa að borga fyrir matinn sinn. Eftir skólann slóst svo stór hópur í för með honum að fá sér kvöldmat, og aftur vildi enginn leyfa Jónsa að borga. Hópurinn sannfærði hann svo um að koma með þeim á hip-hop klúbb sem er nálægt íbúðinni hans. Jónsi ætlaði ekki að vera lengi, til að vera ferskur í afmælispartýinu sínu kvöldið eftir, en þegar hann kom heim, um fjögurleitið, beið hans gjöf frá Óla á skrifborðinu hans. Jónsi kíkti á Óla.
Jónsi: Takk fyrir gjöfina.
Óli: Ertu búinn að sjá þær?
Jónsi: Sjá hvað?
Óli: Myndirnar.
Jónsi: Hvaða myndir?
Óli: Myndirnar í pakkanum.
Jónsi: Eru myndir í pakkanum? Er þetta pakki? Ég hélt að þetta væri bara ,,Gleðilegt ammæli” skilti.
Jónsi fór svo og opnaði skiltið og sá að Óli hafði gefið honum tvær klassa DVD myndir í afmælisgjöf; Dirty dozen, og Ace Ventura: Pet detective. Jónsi sagði svo Óla frá góðum deginum, mamma hans hafði hringt, afmæliskveðjum hafði rignt yfir hann, enginn vildi leyfa honum að borga fyrir neitt, og svo beið hans pakki þegar hann kom heim.
Óli: Þetta var þokkalega góður dagur hjá þér.
Sáttir með daginn ákváðu strákarnir að fara að sofa.
Í næsta bloggi:


Óli opnar myndirnar. Óli: Ég hefði kannski átt að gefa honum myndir sem ég hef ekki séð.

Tuesday, December 12, 2006

Út að borða

Eftir að hafa chillað í íbúðinni þeirra í tvo daga ákvað mamma Óla að bjóða Jónsa og Óla út að borða. Þar sem strákarnir voru mjög hrifnir af kínverskum mat ákvað hún að fara með þá á ,,tékkneskan” veitingastað. Strákarnir höfðu hvor um sig haft slæma reynslu af svokölluðum ,,tékkneskum” veitingastöðum, svo þeir ákváðu að slá til. Hún fór með þá á stað sem var í kjallaranum á litlu hóteli nálægt ánni. Þeim fannst staðurinn einkar kósý, og þjónustan góð. Eftir afar áhugaverðar samræður um 11. september, sem byrjuðu eftir miskilning hjá Óla eftir að Jónsi hafði, af einhverri ástæðu, sagt þeim kennitöluna sína(091181), og Óli haldið að Jónsi hefði átt einn dramatískan afmælisdag, sagði Óli;
Óli: (til Jónsa)Ef svo ólíklega vildi til að þú eignaðist kærustu, þá kemurðu með hana hingað.
Jónsi leit í kringum sig og kinkaði kolli.
Jónsi: Ég kem aldrei hingað aftur.
Þríeykið kláraði svo gómsætan matinn, sem þau skoluðu niður með einkar bragðgóðu rauðvíni frá Moravia dalnum, og fóru svo heim, að sofa.
Í næsta bloggi:


Jónsi eignast kærustu. Jónsi: Hvað get ég sagt? Ég fíla þær massaðar.

Monday, December 11, 2006

Einn, tveir og nudda

Eftir að hafa komist að því að nudd væri slangur yfir að láta nudda á sér sprellann með innanverðum leggöngum skildu Jónsi og Óli af hverju það var alltaf svona mikið að gera um helgar á nuddstofunni á horninu hjá þeim, og af hverju nálægasti hraðbankinn væri við hliðina á nuddstofunni. Svekktir yfir þessu, þar sem þeir voru báðir með létta vöðvabólgu, ákváðu strákarnir að slaka á yfir nokkrum bjórum, í staðinn fyrir nudd. Þeir röltu niður í bæ þar sem svartur maður kallaði þá vini sína og lofaði þeim 5 fríum bjórum fyrir að fara inn á klúbb sem hann var að auglýsa, og rétti þeim stimpilkort fyrir bjórana. Þeir ákváðu að athuga málið. Í dyrunum þurftu þeir að borga til að komast inn, en það var ekki há upphæð fyrir 5 bjóra, svo þeir borguðu og fóru inn. Þegar þeir komu inn sáu þeir hins vegar að þetta var strippstaður. Búnir að borga inn ákváðu þeir að setjast við barinn, drekka fríu bjórana og líta ekki á dansarana, til að vera ekki að laða þær til sín. Þeir voru hins vegar ekki búnir með fyrsta bjórinn áður en hver nektardansmærin á fætur annari gerði atlögu að þeim.
Nektardansmær: Hey, guys. Want to buy me a drink?
Óli: Yes. Have a beer.
Þær voru ekki hrifnar af þessum brandara. Þegar svo tvær mjög huggulegar dömur gerðu sitt besta til að fá þá með sér í lesbíu-show, sáu strákarnir að þeir voru ekki nógu fullir til að eyða vikulimitinu í svona vitleysu..
Jónsi: Ég er ekki nógu fullur til að eyða vikulimitinu í svona vitleysu.
Óli: Fáðu þér meiri bjór.
..svo þeir ákváðu að fara heim. Þegar heim var komið, undrandi yfir því hvað allir staðir þennan daginn virtust vera kynlífstengdir, ákváðu strákarnir, ennþá með vöðvabólgu, að nudda sig sjálfir, og fara að sofa.
Í næsta bloggi:




Jónsi og Óli útúrnuddaðir.

Saturday, December 9, 2006

Að þrífa

Eftir að hafa búið í ,,nýju” íbúðinni í rúma tvo mánuði ákvaðu Jónsi og Óli að reyna að þrífa hana aðeins. Eftir að hafa farið eins og stormsveipir um íbúðina og þrifið hitt og þetta, hittust strákarnir í eldhúsinu.
Jónsi: Ah. Það er óvenju hreint núna. Ekkert drasl á stofu borðinu, eldhúsið hreint og engin glös föst við borðin, klósettið ilmar af klór, og vínskápurinn hreinn. Það eina sem er eftir er að þrífa þetta. Þá erum við orðnir helvíti góðir.
Jónsi benti, með fætinum, á skítugt gólfið.
Óli: Þetta gólf er svo skítugt að það myndi skána við að skyrpa á það.
Svo þeir ákváðu að bíða með að skúra gólfið. Sáttir með dagsverkið ákváðu strákarnir, ilmandi af hreinsiefnum, að fara að sofa.
Í næsta bloggi:


Jónsi og Óli skipta um ljósaperu. Jónsi: Það væri auðveldara að komast upp á stólinn ef gólfið væri ekki svona helvíti klístrað.

Thursday, December 7, 2006

Dirty weekend

Eftir að hafa orðið veikir, og hangið lítið sem ekkert saman, nema til að hósta í félagsskap hvors annars, ákváðu Jónsi og Óli að skipta liði. Óli ákvað að fara í helgarferð til Íslands til að tefla á skákmóti undir merkjum skákfélags Reykjanesbæjar, og Jónsi ákvað að fara á fyllerí. Jónsi datt í mat til Þóru á föstudagskvöldið, og fór svo á klúbbinn Face to face, þar sem unglingskrakkar dansa við dynjandi hip hop músík á fyrstu hæðinni, og foreldrarnir eru í kjallaranum að dansa við 80´s og 90´s músík. Ætla mætti að fólkið á Jónsa aldri væri svo í stiganum. Það var ekki þar, en engu að síður skemmti hann sér stórvel og kom seint heim. Á meðan tefldi Óli tvær skákir heima á Íslandi, og fór svo huldu höfði á Sólon um kvöldið, þar sem hann vildi ekki eyða kvöldinu í að útskýra af hverju hann væri ekki í Prag og ennþá síður hvað hann væri að gera á Íslandi. Hann þurfti ekki að útskýra það fyrir neinum þetta kvöld. Laugardagskvöldið var svo tekið af enn meiri krafti, og komu Jónsi og Óli sigurreifir út úr helginni, Jónsi með 169 myndir sem hann tók á myndavél vinkonu sinnar á laugardagskvöldið, og Óli með tvo vinninga og tvö jafntefli úr fjórum skákum, og svo vitnað sé í ritstjóra Skák.is;
Ritstjóri:,,Í spá fyrir keppni vanmat ég algjörlega Reyknesinga.... auk þess kom Ólafur Ísberg Hannesson alla leiðina frá Prag til að styrkja sveitina.
Þegar strákarnir hittust svo aftur voru þeir spenntir að heyra hvað hafði drifið á daga hvors annars um helgina.
Jónsi: Blessaður. Hvernig var helgin?
Óli: Bara ágæt. En hjá þér?
Jónsi: Svona.......bara.
Sáttir með svörin ákváðu þeir að fara að sofa.
Í næsta bloggi:



Jónsi lærir að tefla, Óli lærir að taka myndir.

Wednesday, December 6, 2006

Sick like a dog

Eftir að hafa fengið gott veður síðan þeir komu til Prag, fannst Jónsa og Óla farið að kólna ansi mikið. Þar sem þeir kunnu ekki að setja hitann á í íbúðinni eydu þeir allnokkrum mínútum á hverjum, sinn í hvoru úminu, í að koma sér fram úr, í bókstaflegri merkingu, því gólfið var ískalt. Vatnið í sturtunni var ennþá heitt þegar það lenti á höfðinu á þeim, en þegar það var komið niður á fæturna var það orðið kalt, og einhvern veginn fannst þeim alltaf hlýrra þegar þeir voru komnir út á götu. Að verða veikir, en í afneitun, ákváðu Jónsi og Óli báðir að fara í skólann. Í handritatíma skildi Jónsi ekki af hverju allir aðrir voru bara á peysunni þegar hann var í úlpu, að drepast úr kulda, og á sama tíma var Óli byrjaður að sjúga upp í nefið í tíma. Hann sá að ein stelpan í bekknum var að horfa á hann svo hann ákvað að breiða yfir það að hann væri að verða veikur.
Óli: Hey, I´m having a party next weekend, and I was wondering if you could be my party planner?
Stelpa: Me?
Óli: Yeah, to help with the music maybe, because if I´m in charge of the music the only thing you are going to hear is Guns ´n´ roses, and Metallica.
Stelpa: Hehe. Ok, I´ll bring some music.
Óli: And as the party planner you also have to come early...
Stelpa: Ok.
Óli: .....and clean the apartment.
Stelpa: What?
Óli: That´s what a party planner does.
Stelpan hló að þessum brandara, en Óli, sem hafði verið í íbúðinni, var eiginlega ekkert að grínast. Þegar Jónsi og Óli hittust svo í íbúðinni um kvöldið, byrjaðir að sætta sig við að þeir væru að verða veikir, litu þeir á hvorn annan, reyndu ekki einu sinni að segja eitthvað fyndið, og ákváðu bara að fara að sofa.
Í næsta bloggi:


Jónsi og Óli halda að þeim sé batnað.

Tuesday, December 5, 2006

Óli on his own.

Eftir að hafa kynnst fólkinu í bekknum sínum ágætlega ákvað Óli að kíkja með þeim út á lífið. Hann fór með þeim á stað þar sem fleira fólk úr háskólanum hittist. Þegar Óli var að tala um Guns 'n' roses við gæja sem hann hitti við barinn, sagði gæinn;
Gæi: I met Axl Rose once in Atlanta.
Óli: Really!?!
Gæi: I was buying a ticket to this soccer match from a black market dealer, when the world cup was in the states, and when it was my turn there was only one ticket left. This pretty girl comes along and wants to buy the ticket, but I had more money than she did, but she was really pretty, so we started arguing. Then Axl Rose, who was walking by and heard our argument, comes up to us, buys the ticket and gives it to the girl. I was so furious that I wanted to punch him in the face.
Óli: Why didn´t you? Then he would have hit you and you could have sued him for millions.
Gæi: I thought about it but he had these two huge black bodyguards that would probably have fucked me up.
Óli: Wow. This is amazing.
Óli sneri sér að öðrum gæja sem stóð fyrir aftan hann.
Óli: Did you hear this?
Gæi 2: Hear what?
Óli þuldi alla söguna af miklum áhuga og seinni gæinn leit á hann og sagði;.
Gæi 2: That´s bullshit.
Óli: What do you mean?
Gæi 2: This is just bullshit.
Óli: Why would he lie about this?
Gæi: I guess I was bored.
Óli sneri sér við og áttaði sig á því að gæinn hafði verið að rugla í honum, svo hann ákvað, eftir að double-tékka hvort þetta væri lygi, að hætta að drekka, og fara heim að sofa.
Í næsta bloggi:


Axl Rose á Íslandi, Óli í Prag.
Axl Rose: It´s kind of cold here!!!

Monday, December 4, 2006

Photo-fokk vol.2

Eftir að hafa byrjað að blogga þurftu Jónsi og Óli að fara að taka myndir til að setja í bloggið. Eftir að hafa ákveðið að taka myndir af jólaskrauti fyrir Jó to the li bloggið, fór Jónsi í Tesco til að taka myndir. Um leið og hann dró upp myndavélina fékk hann ill augnaráð frá öðrum viðskiptavinum, og eftir að hafa tekið 3 myndir heyrði hann karlmannsrödd fyrir aftan sig sem talaði tékknesku. Jónsi leit við og sá að jakkafata-klæddur öryggisvörður var að reyna að tala við hann.
Öryggisvörður: Dobrí dúbrí búbrí.
Jónsi: Hmm?
Öryggisvörður: Cesky?(Ertu tékkneskur(ertu hálfviti))?
Jónsi: No.(Kannski).
Öryggsvörður: No camera.(Er þetta kannski myndavél)?
Þar sem öryggisvörðurinn virtist vera allt annað en í stuði ákvað Jónsi að reyna að slá á létta strengi.
Jónsi: I´m sorry, I didn´t know. It´s for my girlfriend, we´re trying to choose which colour we want. I like the blue ones but....
Öryggisvörður: No camera!!
Jónsi sá að öryggisvörðurinn hafði engan húmor fyrir þessu, fyrir utan að skilja líklega ekki ensku, svo hann ákvað, ánægður með myndirnar sem hafði þegar náð, að setja myndavélina ofaní tösku(undir vökulum augum öryggisvarðarins), kíkja upp í skóla, pósta blogg, og fara svo heim að sofa.
Í næsta bloggi:

Jónsi fær æði fyrir extreme-photography.