Friday, November 24, 2006

White Russian

Eftir að hafa átt þátt í því að önnur indverskastelpan í skólanum hjá honum væri orðin alkahólisti(hún fær sér mjólkurglas á hverjum degi sem Jónsi er sannfærður um að sé blandað með vodka) mætti Jónsi hress og glaður í skólann, á meðan Óli lagði sig. Þar tók á móti honum rússneskur Ísraeli af Armenskum ættum, að nafni Kobi. Kobi er hress gæi, örlítið hærri en Jónsi, með stórar hendur og stóra fætur, sem enginn virðist vita nákvæmlega hvað er gamall. Hann vildi endilega deila hugrenningum sínum um daginn og veginn með Jónsa.
Kobi: If you go to Russia don´t drink the water, and don´t eat.
Jónsi: Don´t you mean; don´t go to Russia?
Kobi: No, I mean the water there is poisoned. You have to boil everything, unless you have lived there and your immune system is used to it. If someone was going to poison me he´d better have some strong shit. We Russians can go out and lick the pavement if we want, and go; Mmmm, that was good.
Jónsi: I think you should be on the Russian Tourism Council.
Kobi: Don´t get me wrong, I love Russia. Although, when I´m there I want to die, but as soon as I leave I miss it like hell.
Jónsi áttaði sig á því að hann saknaði ekki Íslands. Hann saknaði kannski mömmu sinnar og vina örlítið þegar hann hugsaði málið, en hann hafði ekki leitt hugann að Íslandi og lífinu þar síðan hann kom til Prag. Hræddur um að ef hann færi að hugsa of mikið um Ísland færi hann að sakna þess, ákvað Jónsi að drífa sig í tíma og hætta að hugsa. Í tímanum fór kennarinn að tala um kólnandi veðufar.
Gabriel: Even our Icelandic friend has his coat on.
Og svo fór hann að spyrja um veðrið á Íslandi og talið barst að jólunum og áramótunum á Íslandi. Jónsi ákvað, eftir tímann, að reyna að einbeita sér bara að því að klippa aðra myndina sína(með klæðskiptingnum), en lenti þá í samræðum við Þóru, íslenska stelpu í skólanum, um það hvað íslenska kókómjólkin væri betri en sú tékkneska. Hann sá það að hanga í skólanum væri ekki líklegt til að forða honum frá því að fá heimþrá svo hann ákvað að drífa sig heim, til Óla. Pabbi Óla hafði hins vegar verið í heimsókn og hafði gefið Óla Lýsi og íslenskar pylsur, sem Óli vildi endilega sýna Jónsa, og tala um, en Jónsi ákvað hins vegar, eftir skrítinn dag, að fara bara að sofa.
Í næsta bloggi:

Jónsa dreymir Kobi.

No comments: