Tuesday, November 14, 2006

Chess í Czech

Eftir að hafa sofið alla leiðina til Prag þar sem þeir tékkuðu sig inn á gistiheimili til að sofa aðeins meira, ákváðu Jónsi og Óli að hanga svolítið með Hannesi(Hannes Hlífar, áttfaldur Íslandsmeistari í skák) sem er kunningi Óla, og þeir heimsóttu fyrsta kvöldið í Prag. Þeir kíktu til Hannesar snemma dags, þar sem þeir heyrðu góða útgáfu af laginu Old man, með Neil Young, en þegar Jónsi ætlaði að lækka í græjunum kom í ljós að þetta var Rúnar, frændi Hannesar sem sat á rúminu sínu í nærbuxunum einum fata og glamraði á gítar. Eftir að Rúnar hafði frætt þá um góðan blús, rakspíra og helvíti gott tékkneskt flösusjampó, fór Hannes með strákana á kaffihús til að kynna þá fyrir Andreu vinkonu sinni, sem vildi ólm fá þá til að leigja íbúð hjá foreldrum sínum. Þeir ákváðu að kíkja á hana svo þau eyddu deginum í að ganga um Prag áður en þau fóru að skoða íbúðina. Þar tók á móti þeim sveittur Tyrki(ath, hann var sveittur, og var frá Tyrklandi) sem var furðu lostinn að sjá þau því hann var ekkert á leiðinni að fara að flytja, en Andrea vildi ólm losna við hann og vini hans úr íbúðinni því þeir vildu helst borga leiguna í blíðu, og Andreu leist mun betur að fá leiguna borgaða frá Jónsa og Óla. Þeim leist ekkert sérstaklega vel á íbúðina svo Andrea bauð þeim á bar þar sem hugguleg vinkona hennar vinnur, til að ræða málin.
Andrea: So how many girls have you slept with? Two? Or three?
Jónsi: No, I´m just not that hot on pissing 69s.
Eftir þetta samtal ákvaðu strákarnir að fara, þó svo að íbúðarmálin væru enn óleist, svo það var lítið annað að gera en að kíkja til Hannesar, tapa einni skák, rúlla svo aftur til Shuberts, og fara að sofa.
Í næsta bloggi:

Einar 4, Bjarni 6. Jónsi -1.

No comments: