Saturday, December 9, 2006

Að þrífa

Eftir að hafa búið í ,,nýju” íbúðinni í rúma tvo mánuði ákvaðu Jónsi og Óli að reyna að þrífa hana aðeins. Eftir að hafa farið eins og stormsveipir um íbúðina og þrifið hitt og þetta, hittust strákarnir í eldhúsinu.
Jónsi: Ah. Það er óvenju hreint núna. Ekkert drasl á stofu borðinu, eldhúsið hreint og engin glös föst við borðin, klósettið ilmar af klór, og vínskápurinn hreinn. Það eina sem er eftir er að þrífa þetta. Þá erum við orðnir helvíti góðir.
Jónsi benti, með fætinum, á skítugt gólfið.
Óli: Þetta gólf er svo skítugt að það myndi skána við að skyrpa á það.
Svo þeir ákváðu að bíða með að skúra gólfið. Sáttir með dagsverkið ákváðu strákarnir, ilmandi af hreinsiefnum, að fara að sofa.
Í næsta bloggi:


Jónsi og Óli skipta um ljósaperu. Jónsi: Það væri auðveldara að komast upp á stólinn ef gólfið væri ekki svona helvíti klístrað.

No comments: